Nokia Universal Car Holder - Almennar öryggisupplýsingar

background image

Almennar öryggisupplýsingar

Lesið þessar einföldu leiðbeiningar. Sé þeim ekki fylgt getur það verið hættulegt eða

varðað við lög. Nánari upplýsingar er að finna í notendahandbókinni.
Fara skal að öllum staðbundnum lögum. Ætíð skal hafa hendur frjálsar til að stýra

ökutækinu við akstur. Umferðaröryggi skal ganga fyrir í akstri. Aðeins skal nota

festinguna eða bílhölduna í farartækjum þegar það er öruggt.
Þegar þú kemur festingunni og bílhöldunni fyrir skaltu ganga úr skugga um að þær hafi

engin áhrif á stjórn- eða hemlunartæki bifreiðarinnar eða önnur kerfi sem eru notuð

við akstur hennar (t.d. loftpúða) og að þær skerði ekki útsýni ökumannsins.
Gakktu úr skugga um að virkni loftpúða ökutækisins sé ekki hindruð eða úr henni dregið

á neinn hátt. Gættu þess að festingin eða bílhaldan sé fest þannig að farþegar rekist

ekki í hana við slys eða árekstur.
Gakktu reglulega úr skugga um að sogblaðkan neðst á festingunni sé tryggilega fest við

framrúðuna, sérstaklega ef umhverfishitinn breytist.
Ekki koma farsímanum fyrir eða fjarlægja hann í miðjum akstri.
Ef þú vilt fá meira að vita um notkun tækisins eða ert ekki viss um hvernig það á að virka

skaltu skoða þjónustusíðurnar á www,nokia.com/support.